Um hvað er Varsjárblogg?

Síðasta haust bauðst mér að fara sem skiptinemi til Varsjár og dvelja þar í þrjá mánuði. Þetta var tækifæri sem mér fannst ég verða að nýta og því er ég nú kominn hingað til Varsjár.

Tilgangurinn með þessu bloggi er skrifa um upplifanir mínar hér og það sem mér þykir áhugavert og skemmtilegt. Mig langar að deila þessum hugleiðingum með þeim sem kunna að hafa áhuga á þeim en þessi skrif eru líka hugsuð til að hjálpa til við að varðveita minningar frá dvölinni.

Saman við efni tengt veru minni í Varsjá mun ég svo blanda annarskonar hugleiðingum um hugðarefni mín í fortíð og samtíð.